RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
045/01  58146-23.09.04
034/01  47246-23.09.04
012/01  63149-23.09.04
002/01  63109-23.09.04
008/01  58514-23.09.04
010/01  62593-23.09.04
051/01  48956-23.09.04
057/01  49247-23.09.04
065/01  46285-23.09.04
098/01  47518-23.09.04
 9 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 088/05  - Milla SH 234
  Milla SH 234, tæring finnst í lögn   
 Heimsóknir: 42047 Uppfært: 27.03.06 

  Milla SH 234
Skipaskr.nr.: 2321
Smíðaður: Hafnarfirði 1999 plast
Stærð: 7,30 brl; 5,90 bt
Lengd: 9,65 m Breidd: 2,93 m Dýpt: 1,10 m
Vél: Cummins 187,00 kW Árgerð: 1999
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Milla©Jón Sigurðsson 
 

 Atvikalýsing
 

Myndirnar sýna tengingarnar við síuhúsiðÞann 1. október 2005 var Milla SH 234 við bryggju í Grundarfirði.

 

Verið var að taka aðalvélina úr bátnum og aftengja sjólagnir.  Þegar tekið var í lögnina sem var að síuhúsinu brotnaði hún óvænt í samsetningunni.  Það sama gerðist þegar verið var að aftengja síuhúsið sjálft frá lögninni að vélinni.  (Myndirnar sýna tengingarnar við síuhúsið.  Sjá má ónýta koparnippla á neðri mynd)

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að í báðar tengingar síuhússins voru skrúfaðir koparnipplar sem voru með renndum rifflum á stútum fyrir barka (gúmmílagnir).  Ekki var hægt að fylgjast með ástandi þeirra þar sem barkarnir huldu þá alveg;
  • að síuhúsið var úr rústfríu stáli;
  • að það voru koparnipplarnir sem molnuðu í sundur við snertingu (sjá neðri mynd).  Ekki virtist um tæringu eða efnisrýrnun að ræða.  Ekki er ljós efnasamsetning nipplanna;
  • að báturinn hafði verið í eigu sama aðilans og ljóst að tengin höfðu ekki verið skoðuð áður;
  • að Milla SH 300, sem hefur skipaskrárnúmer 2321, er síðasti báturinn sem smíðaður er í röð báta frá sama aðila og er númeraröðin órofin frá skipaskrárnúmeri 2313.  Skoðaðir voru fjórir bátar af þessari gerð:

Blossi ÍS 125, sk.nr. 2320  Samskonar búnaður og féll hann í sundur þegar aftengja átti barkann frá stútnum.

Júlía SI 62, sk.nr. 2319  Samskonar búnaður, en koparnipplarnir virtust vera í góðu ástandi. Eigandi fjarlægði þá.

Sær NK 8, sk.nr. 2318 og Magnús á Felli SH 177, sk.nr. 2317  Ekki koparnippill í síustútunum, barkarnir festir með klemmu beint upp á stútana.

 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur ljóst að þessi samsetning á málmum á ekki saman.   

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin telur ástæðu til að leggja til eftirfarandi tillögu í öryggisátt:

 

Að Siglingastofnun Íslands hlutist til um að sérstök athugun verði gerð á bátum með frágang þar sem koparnippill er notaður með ryðfríu efni í sjókælilögnum. 

 

Nefndin beinir því til Siglingastofnunar að gefa út sérstaka aðvörun vegna þessa til bátaeigenda, skoðunarmanna og skipasmiða.  
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 10:28 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis