RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
070/20  104218-19.05.21
059/19  58400-09.06.20
141/18  49798-09.06.20
132/18  42276-15.01.20
075/16  40908-15.01.20
062/19  31461-13.11.19
108/18  35580-11.04.19
127/17  29171-04.05.18
009/17  29410-13.10.17
038/16  29526-30.08.17
 1 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 002/01  - Hrafn Sveinbjarnarson GK-255
  Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, skipverji slasast við vinnu við flökunarvél   
 Heimsóknir: 60960 Uppfært: 23.09.04 

  Hrafn Sveinbjarnarson GK-255
Skipaskr.nr.: 1972
Smíðaður: Noregi 1988 stál
Stærð: 390,32 brl; 1.028,00 bt
Lengd: 47,90 m Breidd: 11,00 m Dýpt: 7,45 m
Vél: Deutz 1.850,00 kW Árgerð: 1988
Annað: 
Fjöldi skipverja: 25 

 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 4. janúar 2001 var bv. Hrafn Sveinbjarnarson Gk-255 að veiðum á Látragrunni.  Veður: kaldi, lítill veltingur.

 

Skipverjar voru í aðgerð og einn þeirra er hafði eftirlit með fiskvinnsluvélunum var að vinna við flökunarvél er hann sá að fiskur var fastur í sköfuhníf stjórnborðsmegin á vélinni en sjálfur stóð hann bakborðsmegin við vélina.  Teygði hann sig yfir vélina og hugðist losa um fiskinn.  Við að reyna að losa fiskinn lenti fingur hægri handar á milli sköfuhnífs og sköfuhnífsbrettis svo að hann skarst illa.

 

Hlúð var að hinum slasaða um borð og ákvað skipstjóri að sigla meða hann til næstu hafnar til frekari aðhlynningar.  Var skipinu siglt í áttina til Rifshafnar og björgunarbátur fenginn til að koma út á móti skipinu og sækja hinn slasaða. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að slasaði sagði að það bæri að stöðva vélina í slíkum tilfellum en hann hefði ekki gert það og hugðist vera fljótur að losa um fiskinn. Vélin hafi verið í lagi og allur öryggisbúnaður hennar.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur að koma hefði mátt í veg fyrir atvikið ef fylgt hefði verið þeim öryggisreglum sem settar höfðu verið, þ.e. að stöðva vélina áður en tekið var til við að lagfæra það sem miður fór.   

 Tillögur í öryggisátt
  Nefndin vill benda yfirmönnum á að brýna fyrir áhöfn sinni að ávallt sé allur vélbúnaður stöðvaður áður en átt er við að losa fisk úr þeim. Til frekari áréttinga ætti að hengja upp áminningar og viðvörunarspjöld til skipverja á vinnusvæði og í stakkageymslum.    
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.157.152] mánudagur 08. ágúst 2022 16:27 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis