RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
091/01*  52610-23.09.04
112/01  47301-23.09.04
097/01  47877-23.09.04
007/02  55403-23.09.04
015/02  44318-23.09.04
027/02  46165-23.09.04
046/02  46817-23.09.04
049/02  47468-23.09.04
111/02  48616-23.09.04
025/03  47690-23.09.04
 10 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 091/01  - Venus HF-519
  Venus HF-519, skipverji fær háþrýstibunu í auga   
 Heimsóknir: 52611 Uppfært: 23.09.04 

  Venus HF-519
Skipaskr.nr.: 1308
Smíðaður: San Juan Spáni 1973 Stál
Stærð: 1.156,00 brl; 1.779,00 bt
Lengd: 77,53 m Breidd: 11,60 m Dýpt: 7,50 m
Vél: MaK 2.354,00 kW Árgerð: 1980
Annað: 
Fjöldi skipverja: 27 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 10. október 2001 var b/v. Venus staddur á ytri-höfninni í Hafnarfirði.

                  

Skipverji var við   þrif á vinnsluþilfari.  Hann notaði til þess háþrýstisprautu, sem hann hélt á með báðum höndum til að valda henni. Skipverjinn þurfti að færa til hluti og stöðvaði því sprautun, en dælan hélt áfram á fullum þrýstingi.  Þar sem hann hélt á sprautubyssunni í annarri hendi og var að teygja sig í hlutina til að færa þá, rak hann byssuna í og höndin krepptist ósjálfrátt um gikkinn.  Við það sprautaðist með fullum þrýstingi í andlit hans, með þeim afleiðingum að skurður kom á vinstri augabrún og augað skaddaðist.

 

Hinn slasaði var færður í land á hafnsögubát og þaðan á slysadeild. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að fullur þrýstingur var á kerfinu og skipverjinn hélt á sprautubyssunni með þeirri hendi sem hann stjórnaði bununni;
  • að skipverjinn hafði ekki vald á sprautubyssunni  með annarri hendinni.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að óvarlega hafi verið staðið að verki í þessu tilfelli.  Öflugur háþrýstibúnaður er hættulegur og  ber að umgangast hann að mikilli gát.

 

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin leggur til að stjórnendur geri leiðbeinandi vinnureglur um umgengni og notkun hættulegra tækja.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.157.152] mánudagur 08. ágúst 2022 15:36 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis