· að skipið er búið Caterpillar 3512B aðalvél, með rafeindarstýrðum gangráðum, en vélstjórum skipsins tókst ekki að ræsa hana á ný;
· að þegar vélarvörður kom í vélarúm varð hann þess var að “tölva” var ekki í sambandi. Opnaði hann stjórnpúltið og sá þá að miðöryggi hægra megin var útslegið;
· að sögn umboðsaðila búnaðarins er þetta öryggi fyrir:
1. Segulstýrðra rofa fyrir handvirka ræsingu framhjá stjórnkerfi aðalvélarinnar. Áhrif: Ekki hægt að ræsa (starta) með rofanum fyrir handvirka ræsingu. Rofi þessi er staðsettur inni í sjórnskáp (mælaborði) vélarinnar.
2. Segulspólu sem notuð er til að losa loftloka ef um neyðarstöðvun er að ræða (með neyðarstöðvunarhnappi).
(Straum þarf til þess að drepa á með lokunum.)
Áhrif: Ef þetta öryggi er ekki inni þegar stutt er á neyðarstöðvunarhnappinn, myndu loftlokurnar ekki virka, en þeirra hlutverk er að flýta stöðvun vélarinnar og er helst þörf ef gasmengun (brennanlegt gas) væri fyrir hendi í vélarrúminu, en við slíkar aðstæður gæti vélin gengið án dieselolíu og væri við slíkar aðstæður stjórnlaus, þannig að ekki eru önnur úrræði en að loka fyrir loftið inn á vélina.
· að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að láta aðalvélina ganga en hún tók við sér nokkrum sinnum. Gekk hún þá um stund í eitt skipti en með því að halda inni örygginu;
· að sama öryggi hafði slegið út að sögn skipverja einu sinni áður í september 2001 en málið ekki athugað frekar;
· að fram kom í útskrift úr hugbúnaði gangráðanna að öryggisbúnaður aðalvélarinnar hafði gefið til kynna í 105 skipti síðustu 679 vélastundir um lélegt olíurennsli til vélarinnar;
· að vélstjórar höfðu ekki orðið varir við áðurnefndar aðvaranir;
· að varagangráður var fullur af sjó og ónothæfur þegar búnaðurinn var skoðaður á strandstað;
· að eldsneytissíur voru af RACOR gerð 75/1000 FGX sem er tvöfalt síukerfi. Keyrt hafði verið á aðeins annarri síunni þrátt fyrir að uppgefið flæði í gegnum hana væri 680 ltr. en vélin þurfti 1260 ltr.
· að mikið vatn reyndist vera í síum; í Racor síum: (1) 17,8% og (2) 3,5% og 19-25% í fínsíum á vél (5 stk.);
· að á aðalvélinni eru ekki aukasíur (Duplex) og ekki hægt að skipta um fínsíur á meðan aðalvél er í gangi;
· að skipt var um síur með óreglulegum hætti og tók mið af ástandi hverju sinni;
· að skipt hafði verið um aðra Racor síuna áður en farið var í umrædda veiðiferð;
· að fæðidæla reyndist í lagi;
· að vatn hefur komist í spíssa og reyndust þeir allir með ryðmyndun, sex af tólf með brotna gorma og bruni í dísum;
|