RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
091/01  52611-23.09.04
112/01  47301-23.09.04
097/01*  47877-23.09.04
007/02  55404-23.09.04
015/02  44319-23.09.04
027/02  46165-23.09.04
046/02  46817-23.09.04
049/02  47468-23.09.04
111/02  48616-23.09.04
025/03  47690-23.09.04
 10 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 097/01  - Núpur BA 069
  Núpur BA 069, verður vélarvana og rekur á land í Patreksfirði   
 Heimsóknir: 47878 Uppfært: 23.09.04 

  Núpur BA 069
Skipaskr.nr.: 1591
Smíðaður: Szcecin Póllandi 1976 Stál
Stærð: 255,00 brl; 333,00 bt
Lengd: 38,69 m Breidd: 7,60 m Dýpt: 5,70 m
Vél: Caterpillar 738,00 kW Árgerð: 1998
Annað: 
Fjöldi skipverja: 14 

Núpur á strandstað©Jón A Ingólfsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 10. nóvember 2001 varð Núpur BA 69 vélarvana á Patreksfirði og rak upp í fjöru rétt vestan við þorpið.  Veður: SV 25-30m/sek.

 

Skipið hafði látið reka á firðinum ásamt fleiri skipum þar sem ófært var inn í höfnina á Patreksfirði en þangað var ferð skipsins heitið.  Var siglt upp undir land að sunnanverðu í firðinum og síðan látið reka yfir fjörðinn.  Um kl. 06:00 um morguninn þegar um 1 sml. var í landið að norðanverðu og um það bil sem það átti að fara að setja á ferð til að “kippa” stöðvaðist aðalvél skipsins.  Ekki tókst að koma vélinni í gang á ný.  Hófu skipverjar þá undirbúning að tví að koma út akkerum en áður en það tókst rak skipið á land um 1 km utan við þorpið í Patreksfirði.  Þá var klukkan 06:25.  Skutu skipverjar línu í land og eftir að björgunarmenn komu á staðinn var fluglínutækjum komið upp en ákveðið að bíða með að taka skipverja í land þar til fjaraði meira.  Kl. 08:32 var öllum skipverjum bjargað í land heilum á húfi.  
 

 Við rannsókn kom fram
 

·       að skipið er búið Caterpillar 3512B aðalvél, með rafeindarstýrðum gangráðum, en vélstjórum skipsins tókst ekki að ræsa hana á ný;

 

·       að þegar vélarvörður kom í vélarúm varð hann þess var að “tölva” var ekki í sambandi.  Opnaði hann stjórnpúltið og sá þá að miðöryggi hægra megin var útslegið;

·       að sögn umboðsaðila búnaðarins er þetta öryggi fyrir: 

1.    Segulstýrðra rofa fyrir handvirka ræsingu framhjá stjórnkerfi aðalvélarinnar.
Áhrif: Ekki hægt að ræsa (starta) með rofanum fyrir handvirka ræsingu. Rofi þessi er staðsettur inni í sjórnskáp (mælaborði) vélarinnar.

2.    Segulspólu sem notuð er til að losa loftloka ef um neyðarstöðvun er að ræða (með neyðarstöðvunarhnappi).

(Straum þarf til þess að drepa á með lokunum.)

Áhrif: Ef þetta öryggi er ekki inni þegar stutt er á neyðarstöðvunarhnappinn, myndu loftlokurnar ekki virka, en þeirra hlutverk er að flýta stöðvun vélarinnar og er helst þörf ef gasmengun (brennanlegt gas) væri fyrir hendi í vélarrúminu, en við slíkar aðstæður gæti vélin gengið án dieselolíu og væri við slíkar aðstæður stjórnlaus, þannig að ekki eru önnur úrræði en að loka fyrir loftið inn á vélina.

·       að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að láta aðalvélina ganga en hún tók við sér nokkrum sinnum.  Gekk hún þá um stund í eitt skipti en með því að halda inni örygginu;

·       að sama öryggi hafði slegið út að sögn skipverja einu sinni áður í september 2001 en málið ekki athugað frekar;

·       að fram kom í útskrift úr hugbúnaði gangráðanna að öryggisbúnaður aðalvélarinnar hafði gefið til kynna í 105 skipti síðustu 679 vélastundir um lélegt olíurennsli til vélarinnar;

·       að vélstjórar höfðu ekki orðið varir við áðurnefndar aðvaranir;

·       að varagangráður var fullur af sjó og ónothæfur þegar búnaðurinn var skoðaður á strandstað;

·       að eldsneytissíur voru af RACOR gerð 75/1000 FGX sem er tvöfalt síukerfi.  Keyrt hafði verið á aðeins annarri síunni þrátt fyrir að uppgefið flæði í gegnum hana væri 680 ltr. en vélin þurfti 1260 ltr. 

·       að mikið vatn reyndist vera í síum; í Racor síum: (1) 17,8% og (2) 3,5% og 19-25% í fínsíum á vél (5 stk.);

·       að á aðalvélinni eru ekki aukasíur (Duplex) og ekki hægt að skipta um fínsíur á meðan aðalvél er í gangi;

·       að skipt var um síur með óreglulegum hætti og tók mið af ástandi hverju sinni;

·       að skipt hafði verið um aðra Racor síuna áður en farið var í umrædda veiðiferð;

·       að fæðidæla reyndist í lagi;

·       að vatn hefur komist í spíssa og reyndust þeir allir með ryðmyndun, sex af tólf með brotna gorma og bruni í dísum;

  • að festingar akkera voru fastar þannig að skipverjar gátu ekki losað þau og látið falla.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsakir strandsins má rekja til bilunar í aðalvélarbúnaði skipsins. 

 

Allar líkur benda til þess að eftirlit með vélbúnaði hafi verið ábótavant sem leiddi til þess að bilun varð í aðalvél.  Má þar nefna vatn og óhreinindi í brennsluolíukerfi og ástand á spíssum af sömu orsökum.  Þá voru of litlar síur við vélina. Nefndin telur ámælisvert að ítrekaðar aðvaranir um lélegt olíurennsli hafi ekki verið athugaðar.  
 

 Tillögur í öryggisátt
 
  1. Nefndin hvetur þær útgerðir sem nota rafeindarstýrðan búnað við vélar að tryggja að vélstjórar eða vélaverðir fái fullnægjandi kennslu í notkun búnaðarins.  Þá telur nefndin nauðsyn á að umboðsaðilar slíks búnaðar bjóði upp á námskeið í stjórnun og eftirliti á slíkum búnaði. 
  2. Nefndin bendir á að akkerisbúnaður skipa eigi ávallt að vera tilbúinn til tafarlausra nota enda er hér um að ræða öryggisbúnað sem mikilvægur er ef skip verður vélavana.
 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.157.152] mánudagur 08. ágúst 2022 16:01 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis