RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
091/01  52610-23.09.04
112/01 47300-23.09.04
097/01  47877-23.09.04
007/02  55401-23.09.04
015/02  44317-23.09.04
027/02  46165-23.09.04
046/02  46816-23.09.04
049/02  47468-23.09.04
111/02  48615-23.09.04
025/03  47688-23.09.04
 10 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 112/01  - Kaldbakur  EA 1
  Kaldbakur EA 1, skipverji fellur fyrir borð.   
 Heimsóknir: 47301 Uppfært: 23.09.04 

  Kaldbakur EA 1
Skipaskr.nr.: 1395
Smíðaður: san Juna Spáni 1974 Stál
Stærð: 941,00 brl; 1.330,00 bt
Lengd: 68,66 m Breidd: 11,60 m Dýpt: 7,50 m
Vél: 2 x MaK 2.088,00 kW Árgerð: 1974
Annað: 
Fjöldi skipverja: 18 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 11. desember 2001 var b/v. Kaldbakur EA-1, á siglingu út Eyjafjörðinn um það bil 2-3 sml. út af Svalbarðseyrarvita á leið á miðin. Veður: SV-13 - 15 m/sek.

Um kl. 18:40 voru skipverjar að slá undir nýjum grandara stb. megin og ætluðu að láta hann renna fyrir borð til að ná snúningum og snurðum af og hugðust síðan hífa hann inn á grandaraspilið. Tveir skipverjanna unnu að þessu á afturþilfarinu fyrir framan skutrennuhliðið en aðrir voru staðsettir fram við grandaraspilið og var endinn kominn niður í rennuna. Annar skipverjanna afturá kallar fram á og telur sig fá merki um að allt sé í lagi og bjó sig undir að láta vírinn fara og hinn brást eins við. Um leið og þeir láta endann lausann í sjóinn varð sá skipverji sem framar stóð var við að mennirnir frammá gáfu merki um að endinn væri laus hjá þeim. Hann gerði sér grein fyrir að allt myndi renna stjórnlaust fyrir borð og kallaði því í félaga sinn um að forða sér, eins og hann gerði sjálfur. Sá sem í rennunni stóð ætlaði að reyna að stöðva vírinn og lagði hönd á hann en gerði sér strax grein fyrir að það gengi ekki og hugðist forða sér. Hann var á leið frá þegar dauðaleggurinn kom með miklum slætti og slóst í hann og þeytti honum yfir hliðið og í sjóinn.

Skipinu var strax snúið og skipverjans leitað með ljóskastara og fljótlega fannst hvítur öryggishjálmur sem skipverjinn hafði tekið af sér vegna óþæginda, en ekki náð að halda hjá sér til að nýta sér áberandi lit hans. Með því að áætla rek hjálmsins tókst fljótlega að finna skipverjann og var mannaður léttbátur og skipverjanum bjargað.

Skipverjanum varð ekki meint af volkinu en var kaldur og marinn eftir dauðalegginn. Siglt var aftur til hafnar og honum komið til aðhlynningar.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipverjarnir sem störfuðu að því að renna grandaranum fyrir borð töldu víst að lásað hefði verið saman áður en þeir létu vírinn fara;
  • að þeir vissu ekki að grandarinn lá öfugu megin við togvírinn og það hafði verið lásað í sundur til að lagfæra snúninginn og ekki lokið við að setja hann saman aftur;
  • að svo virðist sem ekki hafi allir frammá verið klárir á þessari stöðu;
  • að ekki var unnið eftir sérstökum verklagsreglum við að skipta um grandara;
  • að skipverjarnir voru ekki í flotgöllum við þetta starf en yfirleitt voru þeir þannig búnir við vinnu sína úti á dekki;
  • að eftir þetta atvik er harðar gengið eftir að menn séu alltaf í flotbúnaði við vinnu úti á dekki;
  • að vel og fumlaust gekk að bjarga skipverjanum úr sjó þar sem skipverjar virtust þekkja nokkuð vel stöðu sína í ferlinum "Maður fyrir borð";
  • að björgunaræfingar voru haldnar mánaðarlega skv. öryggisplani skipsins.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur orsök slyssins vera þá að ekki var nægjanlega gott upplýsingastreymi og merkjakerfi á milli manna um þær aðgerðir sem voru í gangi.

Nefndin telur að koma megi í veg fyrir atvik af þessu tagi ef ákveðnar verklagsreglur giltu við athafnir sem þessar og væru öllum vel kynntar.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin leggur til að allir sjómenn sem sinna störfum þar sem þeir eiga á hættu að falla fyrir borð gangi ávallt í einhverju sem haldi þeim á floti falli þeir fyrir borð og hafi á sér búnað sem þeir geti vakið athygli á sér með.

Nefndin bendir á nauðsyn þess að til sé ferilsskráning einstakra verkþátta um borð í skipum sem farið er vel yfir áður en menn ganga til einstakra starfa þannig að hlutverkaskipting sé ljós.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.157.152] mánudagur 08. ágúst 2022 14:41 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis