RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
091/01  52610-23.09.04
112/01  47300-23.09.04
097/01  47877-23.09.04
007/02 55400-23.09.04
015/02  44317-23.09.04
027/02  46164-23.09.04
046/02  46816-23.09.04
049/02  47468-23.09.04
111/02  48615-23.09.04
025/03  47688-23.09.04
 10 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 007/02  - Sveinbjörn Jakobsson SH 10
  Sveinbjörn Jakobsson SH 10, skipverji slasast þegar verið var að kasta snurvoð   
 Heimsóknir: 55401 Uppfært: 23.09.04 

  Sveinbjörn Jakobsson SH 10
Skipaskr.nr.: 260
Smíðaður: Esbjerg Danmörku 1964 Eik
Stærð: 103,00 brl; 109,00 bt
Lengd: 27,83 m Breidd: 6,43 m Dýpt: 3,20 m
Vél: Mirrlees Blacston 364,00 kW Árgerð: 1983
Annað: 
Fjöldi skipverja: 5 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 15. janúar 2002 var Sveinbjörn Jakobsson SH 10 á snurvoð í Sandabrún skammt frá Öndverðarnesi.  Veður:  NA 12-15 m/sek., talsverð alda.

 

Verið var að kasta út veiðarfærinu og var seinna tógið bakborðsmeginn að renna út.  Skipverji stóð bakborðsmeginn við fiskmóttökuna og rann tógið út frá spilinu og í gegnum blökk sem var föst á lestarlúgu og um rúllu neðarlega á vélarhúskappanum og í gegnum blökk á gálga á skut.  Á tóginu var samsetning með lásum og þegar hún rann aftur þilfarið kom slinkur á tógið og slógust lásarnir í ökkla skipverjans.

 

Siglt var strax með skipverjann til hafnar í Ólafsvík og við skoðun kom í ljós að hann var ökklabrotinn.  
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að leiðinlegt veður var þegar verið var að kasta og mikil hreyfing;
  • að slaki kom á tógið sem rann aftur eftir þilfarinu og lagðist það niður á þilfarið milli alda;
  • að stór alda kom undir skipið og kastaði því til og strekktist þá á tóginu, sem kastaðist til stjórnborða og upp;
  • að samsetningin á tógunum eru tveir snurvoðalásar (vargakjaftar) og segulnagli ásamt tveimur “patentlásum”(reknaglalásum);
  • að tógin eru 24 mm. vírmanilla;
  • að engin hlíf er við tógin, hvorki stjórnborðs- eða bakborðsmegin, þar sem þau fara framhjá aðgerðaborðinu; 
  • að ekki hafi verið ráðgert að setja upp hlífar fyrir tógin þar sem talið var að með því að setja upp hlífar um allt þilfarið væri ekki ásættanlegt þar sem þær yrðu fyrir og þarfnist stöðugs viðhalds.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur orsök slyssins vera þá að vinnuöryggi skipverja hafi ekki verið tryggt.    

 Tillögur í öryggisátt
  Nefndin bendir á nauðsyn þess að hlífar séu settar upp þar sem menn þurfa að standa við vinnu sína, því að í flestum tilfellum standa menn í aðgerð á meðan tógin eru að renna út.   
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.157.152] mánudagur 08. ágúst 2022 14:30 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis