HerkúlesSF 125 Skipaskr.nr.: 1770 Smíðaður: Akureyri 1986 Plast Stærð: 7,51 brl; 7,33 bt Lengd: 8,87 m Breidd: 3,07 m Dýpt: 1,58 m Vél: Ford Sabre 88,00 kW Árgerð: 1987 Annað: Fjöldi skipverja: 3
Atvikalýsing
Þann 22. apríl 2002 var Herkúles SF 125 á veiðum með þorskanet um 3 sml norður af Ólafsvík.
Búið var að draga fyrstu trossuna og verið á siglingu að næstu trossu.Skyndilega fóru gaumljós að blikka í aðvörunarkerfi í stýrishúsi auk þess sem hljóðmerki gaf til kynna að eldur væri laus í vélarúmi.Skipstjórinn kallaði til skipverja á þilfari og bað hann að opna hurðina að vélarúminu og athuga ástandið þar. Mikill sjór var þá kominn í vélarúmið og að aðalvélin nær því komin í kaf.Skipstjórinn stöðvaði siglinguna en drap ekki á aðalvél en í sama mund tóku skipverjar eftir því að enginn sjór kom úr spúlslöngunni.Stöðvuðu þeir þá þegar spúldæluna og kom í ljós að slangan hafði losnað frá rörbút sem kom niður úr þilfarinu stjórnborðsmegin við aðalvélina.
Skipverjum tókst að dæla sjónum úr vélarúminu að mestu með handvirkri þilfarsdælu en hún bilaði.Eftir að skipt hafði verið um öryggi fyrir rafmagnslensidælu var hægt að ljúka dælingu frá vélarúminu og sigla til hafnar.Nokkrar skemmdir urðu í vélarúminu auk þess sem sjór komst í olíu á vél og gír.
Við rannsókn kom fram
að slangan var fest með tveimur hosuklemmum sem voru mjög ryðgaðar og brotnuðu þær báðar með þeim afleiðingum að slangan rann af rörinu;
að ekki var lekaviðvörun í bátnum.
Nefndarálit
Nefndin telur orsök óhappsins vera skortur á eftirliti og viðhaldi lagna í skipinu.Nefndin bendir á að frágangur á sjólögnum verður ávallt að vera undir eftirliti svo og á mikilvægi lekavara, sem í þessu tilfelli hefði getað komið í veg fyrir fjárhagslegt tjón.
Tillögur í öryggisátt
Nefndin leggur til að Siglingastofnun Íslands láti fara fram athugun á lekaviðvörunum almennt í bátum og skipum.Sú athugun verði meðal annars látin ná til virkni og gerða slíks búnaðar.Jafnframt leggur nefndin til að lekaviðvörunarbúnaður verði skyldaður í öll þurrými skipa.