Hinn 25. nóvember 2000 var m.s. Villach á siglingu til Grundartangahafnar. Veður: austlæg átt 4 vindstig.
Var skipinu siglt inn Hvalfjörð og ætlaði skipstjóri að fara vel inn fyrir bryggjuna á Grundartanga áður en hann sneri skipinu að henni. Var skipinu siglt á 2,5 sml. hraða og snúið til norðurs og átti síðan að snúa til vesturs að bryggjunni en í því strandaði skipið. Var hálffallið út þegar skipið strandaði og sat það fast. Skipið var fulllestað.
Skipverjar mældu sjávardýpi umhverfis skipið og var þá ljóst að það stóð í framendann. Var dælt sjó í aftari kjölfestugeyma og skutþró til að breyta stafnhallanum áður en reynt var að draga það á flot.
Skipið náðist á flot á næsta flóði með aðstoð tveggja dráttarbáta. Talsverðar skemmdir urðu á botni skipsins