RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
079/00  61391-23.09.04
093/00  48910-23.09.04
026/00  53021-23.09.04
039/00  56613-23.09.04
045/00  51114-23.09.04
109/00  55067-23.09.04
020/00  51848-23.09.04
049/00  50404-23.09.04
074/00*  52585-23.09.04
054/00  57175-23.09.04
 7 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 074/00  - M.b. Jói ÞH-108
  Jói ÞH-108, strandar innan við Sauðanes í Önundarfirði   
 Heimsóknir: 52586 Uppfært: 23.09.04 

  M.b. Jói ÞH-108
Skipaskr.nr.: 2147
Smíðaður: í Hafnarfirði 1992 úr trefjaplasti
Stærð: 6,11 brl; 5,79 bt
Lengd: 8,76 m Breidd: 3,08 m Dýpt: 1,54 m
Vél: Volvo Penta 160,00 kW Árgerð: 1991
Annað: 
Fjöldi skipverja: 2 

Jói ©Guðmundur St. Valdimarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 28. júní 2000, skömmu fyrir miðnætti, var m.b. Jóa ÞH-108 siglt frá Flateyri til veiða út af Dýrafirði. Veður: gott.

Í eftirmiðdag hinn 29. júní þegar þeir höfðu aflað um 1800 kg var veiðum hætt og siglt áleiðis til lands. Var siglt fyrir Barðann og var skipstjórinn við stjórn. Var það það síðasta sem skipstjóri vissi af sér þar til um það leyti sem báturinn lenti á skeri í Önundarfirði nokkuð fyrir innan vitann á Sauðanesi. Skipstjóri sagðist hafa náð að minnka afl vélar áður en báturinn strandaði en ekki að stýra fram hjá skerinu.

Skipstjóri hafði samband við nærstadda báta og hafi m.b. Margrét ÍS- komið á vettvang skömmu síðar og dregið m.b. Jóa ÞH-108 á flot og síðan til hafnar á Flateyri. Einhverjar skemmdir urðu á bátnum við strandið.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipstjóri taldi að hann hefði gleymt sér í um 15 mínútur;
  • að báturinn strandaði skömmu fyrir kl. 18:35 þegar tilkynning barst til lögreglu;
  • að skipstjóri sagðist hafa sofið aðfaranótt 28. júní og 4 klst. að kvöldi 28. áður en farið var í róður. Hafi vinnutími verið orðinn um 20 klst. þegar báturinn strandaði.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að orsök strandsins hafi verið ófullnægjandi varðstaða við stjórn og siglingu skips.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefnin ítrekar fyrri ályktanir varðandi sambærileg atvik þegar skipstjórnarmaður sofnar sem leiðir til strands. Eru slík atvik nokkuð algeng á minni bátum og er brýn nauðsyn til að takmarka lengd samfelldrar vinnu hjá sjómönnum á smábátum eins og gert hefur verið hjá öllum öðrum stéttum. Þess ber einnig að geta að útivera smábáta þar sem skipverji / skipverjar sofa og enginn er á vakt um borð og báturinn á opnu hafi er einnig mjög varasamt með hliðsjón af öryggi skips og skipverja.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.157.152] mánudagur 08. ágúst 2022 15:37 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis