RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
079/00  61392-23.09.04
093/00  48910-23.09.04
026/00  53021-23.09.04
039/00  56613-23.09.04
045/00  51115-23.09.04
109/00  55067-23.09.04
020/00  51848-23.09.04
049/00  50405-23.09.04
074/00  52588-23.09.04
054/00 57175-23.09.04
 7 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 054/00  - M.b. Arnar ÁR-55
  Arnar ÁR-55, skipverji slasast um borð   
 Heimsóknir: 57176 Uppfært: 23.09.04 

  M.b. Arnar ÁR-55
Skipaskr.nr.: 1056
Smíðaður: í Noregi 1967 úr stáli
Stærð: 237,42 brl; 320,00 bt
Lengd: 38,70 m Breidd: 7,35 m Dýpt: 5,96 m
Vél: Caterpillar 671,00 kW Árgerð: 1990
Annað: 
Fjöldi skipverja: 10 

Arnar ©Hafþór Hreiðarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 8. mars 1999 var m.b. Arnar ÁR-55 að veiðum með dragnót 3 sml. undan Skaftárósi, í Skaftárdýpi.

Skipverjar voru að hífa inn dragnótina og var lokið við að hífa inn tógin og búið að tengja í grandarana til að hífa hana inn á nótarvinduna. Einn skipverja var að stýra gröndurunum inn á tromluna. Stóð hann á annarri voð er var á þilfarinu fyrir aftan dragnótarvinduna. Hrasaði hann og greip fastar um grandarana sem um leið undu upp á sig svo að hann festist og dróst með þar til höndin klemmdist við hleravasa á gálganum og slasaðist maðurinn. Sá er stjórnaði hífingunni hafði ekki orðið var við hvað var að gerast fyrr en of seint þrátt fyrir hróp skipverjans og annars skipverja. Hlúð var að skipverjanum um borð samkvæmt ráði læknis er haft var samband við og var þyrla send til að sækja hinn slasaða.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að bugtir á gröndurunum kræktust á hleravasann og við það stöðvaðist dragnótarvindan þegar þeir voru orðnir fastir;
  • að stýrimaðurinn, sem stjórnaði vinnu á þilfari, sagðist hafa þurft að kalla tvisvar í þann er stjórnaði hífingunni um að slaka áður en hann fékk viðbrögð en þá var vindan stopp.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að ekki hafi verið sýnd fullnægjandi árvekni við stjórnun á dragnótarvindu.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin ítrekar fyrri ályktanir um nauðsyn þess að þeir sem settir eru til að stjórna vindum fái sérstaka þjálfun og brýnt fyrir þeim að vera ávallt með hugann við að stjórna tækinu þar sem líf og heilsa annarra skipverja getur ráðist af réttum viðbrögðum þeirra.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.157.152] mánudagur 08. ágúst 2022 16:17 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis