RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
084/00  65690-23.09.04
072/00  58276-23.09.04
034/00  63773-23.09.04
090/00 62899-23.09.04
103/00  55971-23.09.04
102/00  55031-23.09.04
056/00  51326-23.09.04
028/00  53433-23.09.04
036/01  54627-23.09.04
035/01  44689-23.09.04
 8 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 090/00  - Snorri Sturluson RE-219
  Snorri Sturluson RE-219, skipverji veikist eftir að hafa unnið við viðgerð á leku freon-röri   
 Heimsóknir: 62900 Uppfært: 23.09.04 

  Snorri Sturluson RE-219
Skipaskr.nr.: 1328
Smíðaður: á Spáni 1973 úr stáli
Stærð: 1.095,89 brl; 1.464,00 bt
Lengd: 74,62 m Breidd: 11,60 m Dýpt: 7,50 m
Vél: Wartsila 2.460,00 kW Árgerð: 1995
Annað: lengt 1996
Fjöldi skipverja: 27 

Snorri Sturluson ©Jón Sigurðsson 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 24. ágúst 2000 var bv. Snorri Sturluson RE-219 að veiðum. Vakthafandi vélstjóri varð var við viðvörunarljós er gaf til kynna að freon læki út. Hóf hann leit með freonleitarlampa og fann lítið gat á röri sem lá að frystipressu nr. 1. Hann tók til við að loka gatinu með gúmmíbót og hosuklemmu. Á meðan hann var að ganga frá þéttingu, herða hosuklemmuna, gaf rörið sig enn frekar og gusaðist freon út um gatið.

Vélarrúmið var loftræst og náð í fleiri gúmmípjötlur og fleiri hosuklemmur. Tókst að stöðva lekann að mestu leyti en þó ekki alveg. Var lítilsháttar leki merkjanlegur á freonleitarlampanum en ekki tök á fullnaðarviðgerð fyrr en komið var til hafnar. Veiðiferð skipsins lauk 3-4 dögum síðar og var gert við rörið í löndunarstoppinu.

Vélstjórinn fór að finna fyrir óþægindum daginn eftir að hann gerði við lekann á freonrörinu. Óþægindin ágerðust og var hann lagður inn á sjúkrahús með alvarlega freon-eitrun um hálfum mánuði síðar.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að slasaði hóf loftræstingu vélarúmsins strax og freon rörið gaf sig;
  • að strax eftir að skipið kom úr veiðiferðinni voru freonrörin endurnýjuð.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að orsök atviksins sé að ástand freonröra skipsins hafi verið ábótavant.

Nefndin vill vekja athygli á því að freon lofttegundin getur valdið alvarlegum eitrunum og eiga menn því ávallt að sýna ítrustu varkárni við viðgerðir á slíkum búnaði. Ef vart verður við leka lofttegunda sem geymdar eru undir þrýstingi skal strax lokað fyrir streymi af geymsluhylkjum áður en tekið er til við viðgerðir eða þá að skipverjar noti sérstakan öndurnarbúnað (reykköfunarbúnað) við viðgerð.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 
  1. Nefndin telur að þörf sé á víðtækri fræðslu fyrir sjómenn almennt um notkun og umgengni við lofttegundir sem notaðar eru undir þrýstingi um borð í skipum, s.s. kælimiðla og slökkvimiðla hvers konar.
  2. Nefndin bendir á mikilvægi þess að kæli-og frystibúnaður verði skoðunarskyldur eins og annar vélbúnaður um borð í skipum.
 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 10:55 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis