Þann 3. ágúst 2016 var Haukur á skemmtisiglingu með farþega á Skjálfandaflóa. Veður: NA 2 m/sek.
Á siglingunni kom upp talsverður reykur í vélarúmi og tilkynnti skipstjóri það strax til Vaktstöðvar siglinga á VHF 16. Björgunarsveitir á svæðinu voru kallaðar út en skipstjóranum tókst að sigla skipinu til hafnar með eigin vélarafli.
Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.