Þann 16. ágúst 2021 var handfærabáturinn Eva BA 197 á siglingu út frá Patreksfirði. Veður: 2 m/s, alskýjað og bjart.
Á siglingu út frá höfninni strandaði Eva í hafnargarði við höfnina og slóst þar til í grjótinu. Björgunarskipið Vörður II dró bátinn af strandstað.