Þann 27. september 2021 var dragnótabáturinn Alda ÍS 47 á Önundarfirði. Veður: N 10 m/s.
Alda ÍS varð vélarvana og var að reka upp í fjöru þrátt fyrir að bæði akkerin væru úti. Línubáturinn Jóhanna G ÍS 56 kom Öldu til aðstoðar en skipverjum tókst að koma aðalvélinni í gang og sigla til hafnar á Flateyri.