Þann 16. febrúar 2004 var Eykon RE 19 á togveiðum vestur af Garðskaga. Veður: SSV 12 m/s og mikill sjór.
Verið var að hífa inn trollið í miklum sjógangi og sá yfirstýrimaður um hífinguna í brú. Skipstjóri var nýkominn á stjórnpall og tveir skipverjar voru aftur á skipinu. Annar skipverjinn var bakborðsmeginn og hinn stóð inn í svokallaðri skeifu sem var í kringum kranafót fyrir aftan stýrishús. Við eina bakborðsveltuna reyndi skipverjinn sem stóð innan skeifunnar að stíga ölduna og verjast falli með því að setja hægri fótinn upp á brúnina. Á sama augnabliki slaknaði á höfulínunni og hún náði að slást upp á skeifuna með þeim afleiðingum að fóturinn á skipverjanum varð á milli hennar og kranafótsins. Strax var höfuðlínunni slakað og hinn slasaði fluttur inn í stýrishús.
Skipverjinn slasaðist illa á fæti og var kallað eftir aðstoð þyrlu. Hún kom á staðinn en ekki var hægt að ná þeim slasaða frá skipinu vegna veltings og sjólags.
Siglt var með hinn slasaða inn til Keflavíkur og var komið þangað um það bil fimm klukkustundum eftir óhappið. |